Ívaf

Orðið er mjög íslenskt og vísar í aldagamla þekkingu sem var mikilvæg fyrir afkomu okkar, vefnaðinn eða þann þráð, ívafsþráðinn, sem myndar bindingu við uppistöðuþræðina í vefstólnum þannig að úr verður voð, sem er einn mikilvægasti þátturinn í tilveru manneskjunnar, það að eiga voð í fatnað. Orðið hefur ljóðræna íhlutun og það bindur saman orð, stemmningu eða merkingu og myndar heildræna sýn, eins og t.d…. með léttu ívafi,  ….blandað ívafi,  ….. matur með indversku ívafi, …… með Harry Potter ívafi o.s.frv. Það lætur lítið yfir sér en myndar stóra samstæða heild í íslensku máli …… með ívafi …. þá þarf ekki að segja meir, það skilst við hvað er átt. Þó segir það kannski ekki alla söguna, það vinnur á, eins og framgangur vefnaðarins, orðið hvetur þannig til skapandi hugsunar, maður þarf að ímynda sér, vefa sinn eigin vef, til að átta sig á niðurstöðunni og þannig er líka orðið, ívaf, ófyrirsjáanlegt.

Leave a Reply

Your email address will not be published.