Hughrif verða þegar eitthvað hrífur sálina í umhverfinu, það verður hrifning eða sefjun sem hreyfir við því besta í manninum: t.d. fallegt landslag, góð tónlist, listaverk, leiklist. Og hughrif verða við að sjá vel framsettan mat, heyra um dugnað og afrek, hlusta á góða fyrirlesara eða kennara, finna gæsku og góðvild, bros frá ókunnugum og við margt annað.
Að verða fyrir hughrifum er að lifa.