Hjarta

Maður elskar einhvern af öllu hjarta (en ekki öllu lunga). Stóra systir sagði að maður gæti ekki valið hjarta sem fallegt orð (sem litli bróðir 5 ára var búinn að velja), vegna þess að það væri ekki hægt að velja eitthvað sem væri inni í manni. T.d. væri lunga ekkert fallegt orð, sagði hún. En þegar fjölskyldan fór að ræða þetta betur þá urðum við sammála um að hjarta væri fallegt af því að maður getur elskað einhvern af öllu hjarta 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published.